Notendaskilmálar Jónsbókar
Raxiom ehf., kt. 570724-1180, Hlíðarvegi 16, 200 Kópavogi („félagið“), er eigandi að gervigreindarhugbúnaðinum Jónsbók, sem gerir notendum kleift að spjalla við gervigreindarspjallmenni um lög, dóma, reglugerðir og fleira sem tengist lagaumhverfinu á Íslandi („Jónsbók“).
Hér á eftir fara skilmálar þeir sem gilda um notkun og aðgang að Jónsbók. Um þjónustu félagsins gildir einnig persónuverndarstefna þess, sem má finna á heimasíðunni https://jonsbok.ai.
Gildissvið og gildistaka
Skilmálar þessir eru sérstakir notendaskilmálar á milli félagsins, áskrifenda og notenda, og veitir félagið áskrifendum og notendum takmarkað leyfi til notkunar á Jónsbók í samræmi við þá skilmála og skilyrði sem hér eru sett fram.
Skilmálar þessir taka gildi gagnvart áskrifanda og notanda þegar viðkomandi samþykkir skilmála á vef félagsins eða þegar aðili notar Jónsbók í fyrsta sinn, sá atburður sem fyrr kemur.
Skilgreiningar
Áskrifendur: Með hugtakinu er átt við aðila í áskriftarþjónustu Jónsbókar.
Notandi: Með hugtakinu notandi er átt við hvern þann aðila sem notar Jónsbók.
Skilmálar: Með hugtakinu skilmálar er átt við skilmála þessa.
Öryggi í Jónsbók
Notandi er ábyrgur fyrir notkun síns aðgangs að Jónsbók, öryggi hans og fyrir því að hætta notkun aðgangs síns og að óska eftir nýju lykilorði hans telji notandi að öryggi aðgangs hafi með einhverjum hætti verið stofnað í hættu. Notanda er óheimilt að deila aðgangi sínum með öðrum.
Það er með öllu óheimilt að reyna á nokkurn hátt að sækja, birta eða greina (e. reverse engineer) á annan hátt undirliggjandi forritskóða (e. source code) eða fyrirmæli mállíkana (e. prompts) út frá þeim hugbúnaði sem er notaður á Jónsbók. Ef notandi fær af öðrum ástæðum aðgang að undirliggjandi forritunarkóða, s.s. vegna bilunar þá ber honum að tilkynna slíkt til félagsins.
Það er með öllu óheimilt að nota neins konar sjálfvirkan hugbúnað, forrit eða annars konar sjálfvirkar aðferðir til að fá aðgang að, nota, afrita eða fylgjast með nokkrum hluta af vefsvæði Jónsbókar nema með skriflegu leyfi félagsins.
Það er með öllu óheimilt að trufla notkun annarra notenda sem nýta sér þjónustuna, eyða eða breyta efni sem aðrir hafa sent inn, gera eitthvað sem veldur óeðlilega miklu álagi á þjónustuna og tölvukerfið sem hún keyrir á eða nokkuð annað sem truflar eðlilegt aðgengi annarra notenda að þjónustunni.
Rafrænar tilkynningar
Rafrænar tilkynningar frá Jónsbók verða sendar á skráð netfang notanda hverju sinni.
Með því að skrá sig fyrir aðgangi að Jónsbók, samþykkir notandi að félagið megi, þegar nauðsyn krefur, senda notanda tilkynningar á netfang það sem skráð er í tengslum við aðgang notanda að Jónsbók.
Brot á skilmálum
Verði notendur uppvísir að brotum á þessum skilmálum, misnotkun á Jónsbók eða hegða sér á þann hátt að augljóst er að viðkomandi getur ekki eða ætlar ekki að uppfylla ákvæði þessa skilmála er félaginu hvenær sem er, og án fyrirvara, heimilt að loka aðgangi slíks aðila að Jónsbók. Í slíku tilfelli verður áskrifanda og notanda send tilkynning þess efnis á skráð netfang áskrifanda. Riftun á þessum grundvelli undanskilur áskrifendur ekki frá greiðslu útistandandi gjalda.
Breytingar á skilmálum
Félagið áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum og munu breytingar verða tilkynntar áskrifendum við næstu innskráningu eftir að breytingarnar taka gildi.
Lög og varnarþing
Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum.
Öll ágreiningsmál á grundvelli eða í tengslum við þessa notendaskilmála skulu eingöngu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Síðast breytt 14.10.2024