Gervigreind fyrir lögfræðinga
Jónsbók er heildstæð lausn sem býður upp á ýmsa möguleika til að auka framleiðni þína og gæði lagalegrar vinnu.
Greining málsskjala
Láttu Jónsbók greina málsskjölin þín
- Hladdu upp skjölum tengdum hverju máli
- Láttu Jónsbók gera drög að svari við skali sem þér barst (með aðstoð aðstoðarmannsins)
- Settu inn leiðbeinandi reglur eða innri skjöl og hvernig þau horfa við íslensku réttarumhverfi

Svör við spurningum
Fáðu áreiðanleg svör við lögfræðilegum spurningum sem byggja á íslenskum lögum og réttarheimildum.
Sérstaklega fyrir Ísland
Sérhannað fyrir íslenskt lagaumhverfi með sérstakri áherslu á íslenskar og erlendar réttarheimildir.
Gagnaöryggi í fyrirrúmi
Öll gögn eru geymd dulkóðuð með öruggum aðgangsstýringum og eru ekki notuð til að þróa gervigreindarmódel.
Sjáðu Jónsbók í notkun
Sparaðu tíma og fáðu áreiðanleg svör með beinum heimildavísunum í íslenskar réttarheimildir.
Hvernig er sjálfvirk ákvarðanataka skilgreind samkvæmt persónuverndarlögum
Sjálfvirk ákvarðanataka samkvæmt persónuverndarlögum er skilgreind sem ákvarðanir sem eru teknar eingöngu á grundvelli sjálfvirkrar gagnavinnslu, þ.m.t. gerðar persónusniðs, sem hefur réttaráhrif að því er varðar skráðan einstakling eða snertir hann á sambærilegan hátt að verulegu leyti. Þetta er í samræmi við 22. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem endurspeglar ákvæði 22. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679, almenna persónuverndarreglugerðin.
Í lögum nr. 90/2018 er skráðum einstaklingum tryggður réttur til að ekki sé tekin ákvörðun eingöngu á grundvelli sjálfvirkrar gagnavinnslu nema undir ákveðnum skilyrðum, svo sem ef ákvörðunin er forsenda samnings, heimiluð í lögum eða byggist á afdráttarlausu samþykki hins skráða.
Þá er einnig kveðið á um að ábyrgðaraðili gagna skuli gera viðeigandi ráðstafanir til að vernda réttindi og frelsi og lögmæta hagsmuni hins skráða, þar á meðal réttinn til mannlegrar íhlutunar, til að láta skoðun sína í ljós og til að vefengja ákvörðunina.
Jónsbók hefur aðgang að gagnagrunni íslenskra laga, reglugerða, dóma, úrskurða og fleiri réttarheimilda sem eru uppfærðar reglulega.
Um Okkur
Jónsbók er þróuð af Raxiom sem er framsækið íslenskt fyrirtæki á sviði gervigreindar. Við leggjum áherslu á að efla fyrirtæki og einstaklinga með því að veita þeim öflugar hugbúnaðarvörur sem byggja á háþróaðri gervigreindartækni.
Við trúum því að framtíðin liggi í þróun gervigreindarvara sem umbreyta hefðbundnum ferlum á öllum stigum. Frá sjálfvirknivæðingu til háþróaðrar gagnagreiningar og skapandi lausna, erum við staðráðin í að þróa og innleiða nýstárlegar vörur sem efla íslensk fyrirtæki.
