Eiginleikar
Jónsbók er þekkingarnet milli íslenskra laga, reglugerða, evrópulöggjafar, lögskýringargagna, dóma og íslenskra úrskurða byggt ofan á mállíkan sem er hægt að spjalla við. Svörin vísa alltaf í heimildir og því er hægt að nýta hana eins og góðan laganema til að gera drög að póstum, minnisblöðum o.s.frv. eða sem vitran samstarfsmann sem leiðir mann áfram að réttum heimildum.
Jónsbók hefur djúpstæða þekkingu á íslenskum lögskýringargögnum og úrskurðarframkvæmd. Þá tryggir þekkingarnetið sem við höfum þróað að svör bókarinnar byggja á réttarheimildum í stað almenns líkindarmódels sem einungis giskar hvaða orð skuli koma næst.
Svör við spurningum
Fáðu áreiðanleg svör við lögfræðilegum spurningum með beinum tilvitnunum í viðeigandi réttarheimildir.
Lagarannsóknir
Leitaðu í íslensku lagaumhverfi, þar með talið lögum, reglugerðum, evrópulöggjöf, lögskýringargögnum og dómum.
Skrifa lagatexta
Fáðu hjálp við að skrifa drög að póstum, minnisblöðum, samningum og öðrum lögfræðilegum skjölum.
Um Okkur
Jónsbók er þróuð af Raxiom sem er framsækið íslenskt fyrirtæki á sviði gervigreindar. Við leggjum áherslu á að efla fyrirtæki og einstaklinga með því að veita þeim öflugar hugbúnaðarvörur sem byggja á háþróaðri gervigreindartækni.
Við trúum því að framtíðin liggi í þróun gervigreindarvara sem umbreyta hefðbundnum ferlum á öllum stigum. Frá sjálfvirknivæðingu til háþróaðrar gagnagreiningar og skapandi lausna, erum við staðráðin í að þróa og innleiða nýstárlegar vörur sem efla íslensk fyrirtæki og gera þeim kleift að nýta gervigreind á fullkomnari hátt. Með hugviti okkar og ástríðu fyrir vöruþróun leggjum við grunninn að skilvirkari, snjallari og samkeppnishæfari framtíð fyrir alla Íslendinga.

Hafðu Samband
Sækja um aðgang
Upplýsingar
